VINNUSLYS

Vinnuslys eru algeng í íslensku samfélagi, bæði til sjós og lands, þó mikið hafi áunnist í þeim efnum á undanförnum árum og áratugum. Bótaréttur getur verið af ýmsum toga en eftir atvikum er hægt að fá bætur úr slysatryggingu launþega, ábyrgðartryggingu vinnuveitanda eða bætur frá Sjúkratryggingum Íslands. Dæmi um bætur úr slysatryggingu launþega er þegar viðkomandi verður fyrir slysi á vinnustað, á leiðinni heim úr vinnu eða á leiðinni til vinnu. Ef sækja skal bætur úr ábyrgðatryggingu vinnuveitanda þarf að sanna að vinnuveitandi hafi virt að vettugi skyldur sínar sem snúa að öryggi starfsmanna á vinnustað eða með einhverjum hætti borið ábyrgð á ófullnægjandi upplýsingagjöf eða fyrirmæla til starfsmanna, sem síðan leiddi til slyssins. Í þeim tilvikum þar sem hægt er að sækja bætur frá Sjúkratryggingum Íslands þarf að vera búið að meta örorku í málinu, sem þarf að vera 10% að lágmarki.

Ráðlagt er að halda vel utan um öll gögn sem tengjast málinu og gera sér grein fyrir því að ferlið getur verið langt. Mikilvægt er að fá réttar upplýsingar og faglega aðstoð í gegnum ferlið.