UMFERÐARSLYS

Einstaklingur sem verður fyrir líkamstjóni í umferðarslysi á í flestum tilfellum rétt á slysabótum. Bótaréttur í slíkum málum er ríkur hérlendis en ekki skiptir máli hvort viðkomandi var í rétti eða órétti. Það er algengur misskilningur að fólk telji að sá sem veldur tjóni eigi ekki rétt á slysabótum. Það er fjarri sannleikanum. Allir eiga rétt á að sækja bætur úr lögbundnum tryggingum ökutækis, hvort sem það eru gangandi vegfarendur, reiðhjólamenn, ökumenn eða farþegar.

Fari það svo að ökumaður verði fyrir líkamstjóni í umferðarslysi, sem hann sjálfur varð valdur að, á hann jafnframt bótarétt úr slysatryggingu ökumanns og eiganda. Ef líkamstjón verður af völdum umferðarslyss þá skulu þeir aðilar sem eiga hlut að máli að kanna rétt sinn til hins ítrasta. Ráðlagt er að halda vel utan um öll gögn sem tengjast málinu og gera sér grein fyrir því að ferlið getur verið langt, flókið og oft á tíðum kvíðavaldandi fyrir einstaklinga. En það er hægt að einfalda ferlið mikið og gera það bærilegra, ef tryggt er að viðkomandi fái réttar upplýsingar og faglega aðstoð í gegnum það.