LÍKAMSÁRÁS

Líkamsárás af völdum árásar er bótaskyld og getur þolandi sótt bætur frá gerandanum, að vissum skilyrðum uppfylltum. Þá kann ríkið að bæta fórnarlömbum líkamsárása það tjón sem viðkomandi verður fyrir, ef gætt er að því að fylgja formskilyrðum þeim sem gilda um umsókn um bætur frá bótanefnd, sbr. lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Kæra verður að vera lögð fram í slíkum málum svo lögreglurannsókn getur hafist. Við aðstoðum brotaþola við að kæra mál til lögreglu og setja fram bótakröfu.

Ýmsar bætur geta átt við sem tjónþoli kann að eiga rétt á, svo sem bætur vegna tekjumissis, miska- og þjáningabætur. Þá kann að vera til staðar bótaréttur í heimilis- og eða fjölskyldutryggingu vegna afleiðinga árásarinnar. Mikilvægt er að fá réttar upplýsingar og faglega aðstoð í gegnum ferlið. Einnig er ráðlagt að halda vel utan um öll gögn sem tengjast málinu og gera sér grein fyrir því að ferlið getur verið langt.