FRÍTÍMASLYS

Flestir eru með heimilis- og eða fjölskyldutryggingu sem gjarnan innihalda svokallaðar frítímaslysatryggingar. Frítímaslys eru slys sem eiga sér stað utan vinnutíma og oft á tíðum inni á heimilum, í útiveru, við íþróttaiðkun eða – eins og nafnið gefur til kynna – í frítíma þess sem lendir í slysi. Ef annar aðili ber ábyrgð á slysinu getur tjónþoli sótt bætur úr ábyrgðar-tryggingu tjónvaldsins.

Að auki er ákveðin hámarksupphæð á frítímaslysatryggingum, hvað varðar þann kostnað sem er bættur vegna þeirrar heilbrigðisþjónustu sem viðkomandi sækir sér, sem og vegna þeirrar læknisfræðilegu örorku sem tjónþoli kann að verða fyrir. Mikilvægt er að halda afar vel utan um öll gögn sem tengjast málinu auk þess sem það kann að vera skynsamlegt að leita sér sérfræðiráðgjafar um hvernig best sé að halda á spilunum, sem sagt til lögmanna sem sinna þessum málaflokki.