Þóknun Tjónið.is er að öllu leyti árangurstengd og kemur einungis til greiðslu þegar slysabætur hafa verið innheimtar.
– Engar bætur, engin þóknun
Fyrsta viðtal hjá Tjónið.is er ókeypis og án skuldbindinga. Þóknun er að öllu leyti árangurstengd og kemur einungis til greiðslu þegar bætur hafa verið innheimtar. Mikilvægt er að undirbúa sig vel fyrir fundinn og vera með öll gögn meðferðis. Hægt er að hafa samband við okkur símleiðis í síma 517-3100 eða senda fyrirspurn á netfangið tjonid@tjonid.is.
Tryggt er að viðskiptavinir okkar fái ávallt bestu þjónustu sem völ er á hvort sem um er að ræða umferðarslys, frítímaslys, læknamistök, líkamsárás eða vinnuslys. Það kostar ekkert að kanna rétt sinn. Hafðu samband án tafar og við hjálpum þér.
Emilia Guðbjörg Mikaelsdóttir er umsjónarmaður Tjónið.is og tekur á móti öllum umsóknum. Hún er lögfræðingur að mennt og lauk bæði BSc og ML í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst. Emilia hefur mikla reynslu af slysamálum og hefur aðstoðað marga við að kanna réttarstöðu sína, krefjast bóta og tryggja efndir. Hún sér til þess að málin komist í réttan farveg og að öll gögn séu til staðar.
Hægt er að senda tölvupóst á netfangið tjonid@tjonid.is hafir þú spurningar varðandi umsóknarferlið. Reynt verður að svara öllum erindum eins fljótt og hægt er.
Svavar Daðason lögmaður sér um uppgjör við tjónþola eftir að slysabætur hafa verið innheimtar. Hann lauk grunn- og meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2019 og fékk leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2021.
Svavar er með mikla reynslu af lögmannsstörfum og hefur sérhæft sig meðal annars í slysamálum, auðgunar- og efnahagsbrotum, vinnurétti, fasteignakauparétti og skattarétti. Ef slysamál fara fyrir dóm mun Svavar sækja það fyrir hönd tjónþola.